Nú er hægt að fara inn á
dalurinn.is og sjá hvaða götu þið fenguð úthlutaða. Athugið að staðfesta þarf úthlutunina í dag eða á morgun. Númer lóðar verður svo birt á mánudaginn.
Eins og fram hefur komið hafa umsóknir aldrei verið fleiri ásamt því að tjöldin fara stækkandi. Sótt var um 150 metrum meira en í fyrra sem er sambærilegt Skvísusundi bæði hægri og vinstri í fyrra. Búið er að þétta göturnar og lengja svo að það sé pláss fyrir alla
„Það er því ljóst að það er góður fjöldi sem fær ekkert af því sem þeir völdu, en við ætlum að mæta hress og glöð í dalinn með súlurnar, því það er ekki sjálfgefið að við getum haldið Þjóðhátíð,“ segir í tilkynningu á facebook síðu ÍBV íþróttafélags.