Byggjum upp Eyjar - fyrir þig!

Ég sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins og óska eftir þínum stuðningi.

Frá árinu 2010 hef ég kynnst stjórnsýslu Vestmannaeyja vel. Ég hef setið í meiri- og minnihluta, starfað sem formaður ráðs, bæjarfulltrúi, forseti bæjarstjórnar og bæjarráðsmaður. Eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar tók ég við oddvitahlutverki Sjálfstæðisflokksins.

Ég hef leitt ýmis framfaramál fyrir sveitarfélagið, sem formaður fræðslu- og menningarráðs t.d. við útboð leikskólans Sóla þegar Hjallastefnan tók við, innleiðingu Íþróttaakademíunnar ásamt því að vera formaður 40 ára goslokaafmælis. Sem bæjarfulltrúi tók ég virkan þátt við yfirtöku á rekstri Herjólfs, við að bæta þjónustu við barnafjölskyldur, baráttunni fyrir sýslumannsembættinu og leiddi verkefnið Veldu Vestmannaeyjar sem snýr að markaðssetningu Vestmannaeyja sem eftirsóknarverðan búsetukost, bæta aðstöðu fyrir fjarvinnu, tengja háskólanema atvinnulífinu og auka jákvæða umfjöllun um sveitarfélagið.

Í dag sit ég m.a. í bæjarstjórn, bæjarráði, byggingarnefnd Hamarskóla og stjórn Eyglóar, félags Vestmannaeyjabæjar um ljósleiðaravæðingu. Þessa og aðra reynslu ásamt sterkum tengingum við þingmenn og sveitarstjórnarfulltrúa víðs vegar um landið tel ég mikilvægt veganesti fyrir áframhaldandi störf í þágu sveitarfélagsins.

Mín framtíðarsýn
Framtíð Vestmannaeyja byggist fyrst og fremst á þremur þáttum, öflugum samgöngum, fjölbreyttu atvinnulífi og góðri þjónustu við íbúa samfélagsins. Þessa þætti vil ég standa vörð um og efla – fyrir þig.

Klára þarf rannsóknir á jarðgöngum og sjaldan hefur jarðgangnagerð verið jafn hagkvæm og nú þegar brýn þörf er á nýjum sæstreng og nýrri vatnsleiðslu, afar kostnaðarsömum neðansjávarframkvæmdum. Vinna þarf hratt að uppbyggingu ljósleiðara í Vestmannaeyjum og skapa aðstæður fyrir fólk að flytja störf sín í auknum mæli í sveitarfélagið. Sporna þarf við spekileka á höfuðborgarsvæðið, við þurfum unga og frjósama fólkið okkar sem sækir framhaldsmenntun og með eflingu fjarnámsleiða við háskóla getum við haldið betur í þennan mikilvæga aldurshóp.

Það þarf að skipuleggja nýjar byggingalóðir, t.d. á malarvellinum, til að mæta aukinni eftirspurn. Það þarf að tryggja framúrskarandi þjónustu sveitarfélagsins sérstaklega leik- og grunnskóla en ekki síst þarf að hlúa vel að þeim sem lögðu grunninn að því samfélagi sem við byggjum í dag, eldri borgurum og tryggja þeim þá þjónustu, heilsueflingu og aðbúnað sem þeir eiga skilið.

Hildur Sólveig Sigurðardóttir
Bæjarfulltrúi, sjúkraþjálfari og oddviti Sjálfstæðisflokksins

Nýjustu fréttir

Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.