Allavega á hún oft erindi þangað. Hver er þessi laumuljósmyndari í Vestmannaeyjum? Laumuljósmyndarar leynast víða. Hægt er að sjá í öllum dagblöðum á Íslandi mannlífsmyndir og götumyndir alls staðar að. Myndir af fólki í amstri dagsins og við dagleg störf. Fá þessir laumuljósmyndarar alltaf leyfi frá fólki til að taka myndir?
Sjaldnast. �?að er stöðugt verið að taka myndir af þér án þíns leyfis. Farðu bara í bankann þinn eða búðina. Fólk er með gemsa um allar trissur að taka myndir, túristar og hvað eina. �?að eru myndavélar alls staðar. Engin viðvörun. �?fugt við myndavélarnar í bankanum og búðinni þá er augljóst að bak við linsu laumuljósmyndarans leynist snillingur. �?essar umræddu myndir eru hreinasta snilld. Hér er greinilega listamaður á ferð að taka myndir í listrænum tilgangi. Hvert bæjarfélag ætti að vera stolt af að eiga slíkan snilling. �?á vaknar sú spurning hvort þessi maður sé nokkur laumuljósmyndari. �?ekkja hann ekki allir í Eyjum sem myndlistarmann?
Er ekki augljóst að maður með myndavél á lofti er að taka myndir? �?að hefur verið spurt í hvaða tilgangi eru þessar myndir teknar? �?að er ofur augljóst, þær eru teknar í listrænum tilgangi. Hér er listamaður að vinna að sinni list. �?að er bara þannig í Vestmannaeyjum að enginn er talinn listamaður nema hann sé stöðugt að mála myndir af Heimakletti eða Helgafelli. Ef einhver fer út fyrir þann ramma er hann krossfestur.
�?að hefur einnig verið sagt að hann nafngreini suma á myndunum. �?ess þó heldur er greinilegt að hann er ekki að fela neitt, hann birtir mynd irnar á sinni heimasíðu fyrir alla sem sjá vilja, hann er ekki að pukrast með eitt né neitt. �?að vekur furðu að að þeir sem kærðu þennan mann gáfu sjálfir leyfi fyrir birtingu á þessum myndum í öllum opinberum fjölmiðlum á Íslandi. Leyndardómur þessara mynda, sem ekki mega sjást, er ekki meiri en svo.
Viðfangsefni frægustu listamanna heimsins gegnum aldirnar hefur verið kvenlíkaminn. Hefur það farið framhjá Vestmannaeyingum? Sér virkilega einhver eitthvað sorugt við þessar myndir? Aðrir listamenn hafa skrifað um þennan mann að hann sé listamaður á heimsmælikvarða. �?vílík sóun, þvílík skömm fyrir bæjarfélagið að hafna slíkum snillingi. Hér sannast það fornkveðna: �??Enginn er spámaður í sínu föðurlandi.�?? �?g hvet alla bæjarbúa til að sýna honum samstöðu. Sendið honum blóm. Blessuð sé hún Gróa gamla á Leiti.