Clara í Selfoss
Clara Sigurðardóttir mynd: umfs.is

Unglingalandsliðskonan Clara Sigurðardóttir skrifaði í dag undir samning við knattspyrnudeild Selfoss.

Clara, sem er 18 ára gamall miðjumaður, hefur leikið 57 leiki í efstu deild og bikar með ÍBV en hún er uppalin í Vestmannaeyjum. Þá hefur hún leikið 6 leiki með U19 ára landsliði Íslands, 16 leiki með U17 og 13 leiki með U16.

„Við erum mjög ánægð með að leikmaður á hennar kaliberi vilji koma í knattspyrnuakademíuna í Fjölbrautaskóla Suðurlands og spila með Selfossi. Hún mun klárlega styrkja hópinn og liðið okkar. Þrátt fyrir ungan aldur er hún með mikla reynslu og við hlökkum mikið til að vinna með henni,“ segir Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss.

umfs.is greindi frá

Nýjustu fréttir

Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.