Clara komin heim
Birkir Hlynsson og Clara Sigurðardóttir

Unglingalandsliðskonan Clara Sigurðardóttir hefur skrifað undir samning við ÍBV sem gildir út tímabilið 2021. Clara er uppalin í ÍBV en lék með Selfoss á seinustu leiktíð. Þrátt fyrir ungan aldur er Clara reynslumikill leikmaður sem á að baki 76 leiki í meistaraflokki og hefur skorað í þeim 7 mörk. Clara hefur einnig leikið með öllum yngri landsliðum Íslands og spilað þar 35 leiki og skorað 7 mörk, en hún á leikjametið með U-17 ára landsliðinu.

“Það er mikið gleðiefni fyrir okkur hjá ÍBV að Clara hafi ákveðið að koma aftur heim og taka þátt í þeirri baráttu sem framundan er í Pepsi Max deildinni næsta sumar. Clara er liðinu mikill liðsstyrkur og er frábær félagsmaður innan og utan vallar,” segir í frétta á vef ÍBV.

Nýjustu fréttir

Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Nám sem tengir saman skóla, atvinnulíf og samfélag
Draumar æskuáranna rættust
ÍBV tapaði toppslagnum gegn Val
Handverksmenn sýna í Einarsstofu
Samninganefnd skipuð vegna endurskoðunar á Herjólfssamningi
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.