Cloé Lacasse, leikmaður ÍBV öðlaðist í dag íslenskan ríkisborgararétt þegar frumvarp til laga um veitingu ríkisborgararéttar var samþykkt á Alþingi núna seinnipartinn.
Cloé er 25 ára gömul og er annar markahæsti leikmaður ÍBV í efstu deild frá upphafi með 50 mörk. Cloé er annar markahæsti leikmaðurinn í Pepsi Max-deildinni og hefur skorað 7 mörk í sex leikjum ÍBV í deildinni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst