Kvennalið ÍBV dróst gegn Stjörnunni í átta liða úrslitum Coca Cola bikarsins á dögunum. Leikið verður dagana 7.-8. febrúar og má búast við hörkuleik enda Stjarnan í öðru sæti deildarinnar á meðan ÍBV situr í því fimmta að loknum tíu umferðum. Nánar verður rætt við Hrafnhildi Skúladóttur, þjálfara ÍBV, í Eyjafréttum í næstu viku.