Dagskrá dagsins - 3. júlí

Vikulöng hátíðarhöld í tilefni 50 ára goslokaafmælis byrja í dag, mánudaginn 3. júlí. Það verður nóg um að vera og byrjar dagurinn í pósthúsinu. Hér að neðan má sjá dagskrána fyrir daginn í dag.

09:30-17:00 Pósthúsið við Strandveg: Dagsstimpill tileinkaður 50 ára goslokaafmæli.
10:00 Básaskersbryggja: Varðskipið Óðinn leggst að Básaskersbryggju.
12:00 Eldheimar: Hátíðarfundur bæjarstjórnar.
13:00-16:00 Tangagata: Börnin mála vegg við Tangagötu undir stjórn Gunna Júl.
15:00 Básar: „Það sem dvelur í þögninni” Aldís Gló Gunnarsdóttir.
15:00-18:00 Skúrinn við Vestmannabraut 38: Fjölbreytt sýning sex listamanna.
16:00 Akóges: „Gluggi vonarinnar” Vilhjálmur Vilhjálmsson frá Bustarfelli.
17:00 Skansinn: Setning Goslokahátíðar í tali og tónum. Forseti Íslands, forsætisráðherra, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi, f.h. Norðurlandanna og bæjarstjóri Vestmannaeyja verða með ávörp. Jafnframt verða Júníus Meyvant, Silja Elsabet Brynjarsdóttir og Helga Bryndís Magnúsdóttir með tónlistaratriði og Pétur Erlendsson flytur goslokalagið Mín Heimaey.
18:00-21:00 Nausthamarsbryggja: Varðskipið Óðinn, sem í dag er safnskip, til sýnis fyrir almenning.
18:00-21:00 Nausthamarsbryggja: Varðskipið Þór til sýnis fyrir almenning.

Annað í boði:

  • Goslokaratleikur Íslandsbanka, þátttökublöð í Eymundsson og Safnahúsi.
  • Goslokasýning 3. bekkjar GRV á verkum tengdum eldgosinu í Íþróttamiðstöðinni.
  • Goslokalagið „,Mín Heimaey” má nálgast á Spotify. Höfundur þess er Pétur Erlendsson.
  • Goslokafánar og -veifur til sölu í Safnahúsi.
  • Myndlistasýningin „Kokteill” verður til sýnis á opnunartíma Slippsins fyrir matargesti.
  • Viðar Breiðfjörð verður með bílinn Ransý á ferðinni um miðbæinn með listvarning til sýnis.
  • Frímerkjaútgáfur og sérstakir póststimplar sem tengjast Heimaeyjargosinu verða til sýnis á opnunartíma pósthússins.

Nýjustu fréttir

Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Nám sem tengir saman skóla, atvinnulíf og samfélag
Draumar æskuáranna rættust
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.