Venju samkvæmt hefst dagskrá nýs dags Þjóðhátíðar á léttum lögum í Dalnum.
Vegna leikjar ÍBV og HK í Pepsi Max-deild karla á Hásteinsvelli kl. 14.00 er barnadagskráin heldur seinna á ferðinni en venjulega og hefst hún kl. 16.00 á Tjarnarsviði.
Latibær mætir aftur á svæðið en að þessu sinni er það Friðrik Dór sem fylgir þeim. Að lokinni dagskránni á Tjarnarsviði hefst svo Söngvakeppni barna á Brekkusviðinu.
Kl. 19.00 kemur Eiríkur Hafdal sér fyrir í Ölgarðinum og leikur þar og syngur til kl. 21.00 eða þar til kvöldvaka hefst á Brekkusviði.
Kvöldvakan hefst á því að veitt eru verðlaun fyrir bestu búningana. Þá taka við Eyjamennirnir í Daystar. Jón Jónsson mætir á svæðið sem og Magni og félagar í KillerQueen en þeir sérhæfa sig í tónlist hljómsveitarinnar Queen. Þá tekur Friðrik Dór nokkra af sínum helstu smellum áður en Auddi og félagar í FM95Blö trylla Dalinn.
Flugeldasýning Björgunarfélags Vestmannaeyja er að sjálfsögðu á sínum stað á miðnætti. Að henni lokinni taka við miðnæturtónleikar með DJ Muscleboy.
Þá kveða Bandmenn sér hljóðs á Tjarnarsviði og leika fyrir dansi fram á morgun.
Um kl. 1.00 hefst svo dansleikur á Brekkusviði og eru það hljómsveitirnar Á móti sól og Stuðlabandið sem skipta með sér nóttinni.
10:30 LÉTT LÖG Í DALNUM
16:00 BARNADAGSKRÁ
19:00 – 21:00 ØLGARÐURINN – HAPPY HOUR
21:00 KVÖLDVAKA
00:00 FLUGELDASÝNING
00:15 MIÐNÆTURTÓNLEIKAR
00:30 DANSLEIKUR TJARNARSVIÐI
01:00 DANSLEIKUR BREKKUSVIÐI
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst