Goslokahátíðin er nú senn á enda. Það eru samt sem áður nokkrir dagskráliðir í dag og svo mælum við með að enda helgina í Eyjabíó í köld.
Dagskrá dagsins er:
11.00 Landakirkja Göngumessa frá Landakirkju að gíg Eldfells og að Stafkirkju. Samkirkjuleg guðsþjónusta þar sem félagar úr Lúðrasveit Vestmannaeyja leika. Í lok messu mun sóknarnefnd bjóða í kaffi á lóð Stafkirkjunnar.
13.00-14.30 Stakkagerðistún Busl og sull í sápurennubraut fyrir krakka á öllum aldri, ef veður leyfir.
17.00 Eldheimar: Gerðisbraut 10 Hrefna Óskarsdóttir fer skemmtilega yfir tónlist, feril og sögu söngkonunnar ástsælu Ellýar Vilhjálmsdóttur. Bryndís Guðjónsdóttir syngur nokkur lög Ellýjar við undirleik Jarls Sigurgeirssonar.
19.45 Eyjabíó: Heiðarvegur 19 35 ára afmælissýning stórmyndarinnar Nýtt líf með þeim Karli Ágústi Úlfssyni og Eggerti Þorleifssyni, sem tekin var upp í Eyjum. Annar aðalleikarinn, Karl Ágúst kemur í spjall og segir sögur frá upptökutímabili myndarinnar. Miðaverð, kr. 1.000.