Dagskrá Safnahelgar í Vestmannaeyjum heldur áfram í dag samkvæmt áætlun. Veðrið hefur verið slæmt um land allt, m.a. í Vestmannaeyjum en klukkan 16:00 verður opnuð málverkasýning Steinunnar Einarsdóttur í Safnahúsi. Formleg opnun Safnahelgarinnar verður svo að vanda í Stafkirkjunni klukkn 17:30. Nánari dagskrá í dag má sjá hér að neðan.