Foreldrafélagið og kennarar vonast eftir góðri mætingu allra velunnara skólans og sveitarinnar. Verð fyrir fullorðna er kr. 1000 á mann og kr. 500 fyrir börn.
Tónleikar til móts við hækkandi sól
Næstkomandi laugardag munu nemendur í söngnámi við Tónlistarskólann verða með tónleika, Til móts við hækkandi sól í Safnaðarheimilinu klukkan 17.00.
Annika Tonuri, söng- og píanókennari við skólann, segir að nemendur á öllum stigum námsins komi fram og syngi fyrir gesti. �?�?etta eru nemendur á 1. ári og lengra komnir eins og Helga Jónsdóttir sem syngur á tónleikunum. �?eir standa í u.þ.b. eina klukkustund og eingöngu íslensk verk verða á efnisskránni bæði þjóðlög og lög eftir höfunda eins og Sigvalda S. Kaldalóns, Pál Ísólfsson og Jón Norðdal,�? segir Annika þegar hún er spurð út í tónleikana.
Annika er Eistlendingur og er ánægð með að dag tónlistarskólans ber upp á sama dag og þjóðhátíðardag Eistlands. �?�?að verða mikil hátíðahöld í tengslum við daginn úti, m.a. tónleikahald o.fl. �?annig að mér finnst skemmtilegt að tónleikarnir í Eyjum verði sama dag. �?að er reyndar 30 stiga frost úti í Eistlandi núna og þá er alveg hræðilega kalt,�? segir Annika og hún er mjög fegin að það er ekki svona kalt hér á landi.
Viðtalið við Anniku birtist í heild sinni í Fréttum
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst