Forsala miða á þjóðhátíð hófst í morgun klukkan 9 en svo virðist sem straumurinn liggi til Eyja. Mikið álag var á vef hátíðarinnar, Dalurinn.is en í tilkynningu á vefnum segir að vegna álagsins, hafi tekið lengri tíma að staðfesta greiðslur og senda út kvittanir til viðskiptavina. Allar greiðslur hafi hins vegar verið mótteknar og því eigi allir þeir sem hafa keypt miða í morgun, sinn miða og fá staðfestingu á því á næstu klukkutímum.