Eyjasveitin Dans á Rósum er orðin ómissandi þáttur á þjóðhátíð en fjölmargir aðdáendur sveitarinnar skemmta sér best á Tjarnarsviðinu, heimavelli sveitarinnar. Nú ætlar hljómsveitin að hita upp fyrir hátíðina á sérstöku upphitunarballi á skemmtistaðnum Spot í Kópavogi en þetta er tíunda árið í röð sem sveitin hitar þannig upp fyrir þjóðhátíð.