Á morgun, laugardag verður dansiball í Kiwanissalnum við Strandveg. Stuðsveitin Tríkot mun leika fyrir dansi en húsið opnar að miðnætti og kostar aðeins 1500 krónur inn. Kiwanishúsið var á árum áður annálað fyrir fjörugar skemmtanir og heyrst hefur að þeir sem þar voru fremstir meðal jafningja, muni stíga léttan dans á ballinu.