Fólki stafar ekki bráð hætta af díoxínmengun hér á landi, segir sóttvarnarlæknir. Hann bendir þó á nauðsyn þess að lágmarka díoxín í umhverfinu. Í undirbúningi eru rannsóknir, þar sem kannað verður blý í hári fólks. Í kjölfar kamfílóbakterfaraldurs fyrir rúmum tíu árum var komið á samstarfi sóttvarnarlæknis og fleiri aðila. Frá árinu 2007 hafa Geislavarnir ríkisins verið hluti af þessu samstarfi til að fylgjast með heilsufarslegum áhrifum af völdum sýkla og eiturefna.