Kvikmyndin Djúpið, sem er byggð á Helliseyjarslysinu 1984, er ekki ein fimm erlendra kvikmynda sem tilnefndar eru til Óskarsverðlauna. Fjölmargir höfðu spáð því að kvikmyndin yrði tilnefnd en hún var ein af níu myndum sem komu til greina. Baltasar Kormákur leikstýrði myndinni en í henni koma fjölmargir Eyjamenn við sögu.