Donni og Elliði Snær í landsliðshóp Guðmundar

Guðmundur Þ. Guðmundsson hefur valið 19 leikmenn til æfinga vegna landsleikjanna gegn Svíþjóð í lok október. Þar á meðal má finna tvo leikmenn ÍBV þá Kristján Örn Kristjánsson, eða Donna eins og hann er kallaður, og Elliða Snæ Viðarsson.

Liðið hittist í Reykjavík og æfir þar 21. – 23. október en fimmtudaginn 24. október heldur hópurinn til Svíþjóðar þar sem leiknir verða tveir vináttulandsleikir gegn heimamönnum. Fyrri leikurinn fer fram föstudaginn 25. október kl. 17.00 í Kristianstad og sá síðari sunnudaginn 27. október kl. 15:00 í Karlskrona.

Hópurinn er eftirfarandi:
Markmenn:
Ágúst Elí Björgvinsson, IK Sävehof 29/0
Grétar Ari Guðjónsson, Haukar 7/0
Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG 7/0

Vinstra horn:
Bjarki Már Elísson, Lemgo 61/136

Vinstri skytta:
Aron Pálmarsson, Barcelona 139/545
Ólafur Guðmundsson, IFK Kristianstad 113/207

Leikstjórnendur:
Elvar Örn Jónsson, Skern 24/74
Gísli Þorgeir Kristjánsson, Kiel 21/28
Haukur Þrastarsson, Selfoss 10/9
Janus Daði Smárason, Aalborg Håndbold 35/41

Hægri skytta:
Kristján Örn Kristjánsson, ÍBV 5/11
Teitur Einarsson, IFK Kristianstad 16/15

Hægra horn:
Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer HC 105/311
Sigvaldi Guðjónsson, Elverum 18/31

Línumenn:
Arnar Freyr Arnarsson, GOG 45/65
Elliði Snær Viðarsson, ÍBV 4/3
Sveinn Jóhannsson, Sönderjyske 5/14
Ýmir Örn Gíslason, Valur 31/14

Varnarmenn:
Daníel Þór Ingason, Esbjerg 30/9

Nýjustu fréttir

Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.