Dósasöfnun ÍBV
Hin árlega dósasöfnun ÍBV handbolta fer fram í dag.

Í dag, 8. janúar verður hin árlega dósasöfnun handknattleiksdeildar ÍBV íþróttafélags. Í tilkynningu frá ÍBV segir að gera megi ráð fyrir því söfnunin hefjist upp úr klukkan 18:00.

Farið verður á milli húsa og safnað, en þeir sem ekki eru heima á þessum tíma geta skilið poka eftir fyrir utan hurðina hjá sér. Jafnframt er hægt að hafa samband við Hjörvar í síma 823-2663

„Viðtökurnar sem okkar fólk hefur fengið ár eftir ár hafa verið frábærar og vonumst við eftir að þetta ár verði engin undantekning. Við þökkum þann stuðning sem við höfum fengið undanfarin ár.” segir að endingu í tilkynningu handknattleiksráðs ÍBV íþróttafélags.

Nýjustu fréttir

Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Fréttapýramída 1992-95
ÍBV sækir ÍR heim
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.