Það eru heldur betur miklar breytingar núna á listanum.
Hásteinn ÁR fer úr því 12 og í efsta. Steinunn SH sem rær frá Bolungarvík og kom með 31 tonn í sinni fyrstu ferð þar kemur beint inn í sæti númer 3. Matthías SH er kominn á Patreksfjörð. og eitthvað segir að hann sé að koma þangað svo til útaf því að Vestri BA er úr leik eftir bruna sem varð á honum núna í okt.
Valgerður BA og Þorsteinn BA eru hlið við hlið á listanum og flest allir hérna á síðuni ættu að vita tenginguna á milli þessara tveggja báta.
Hera ÞH kemur inná listann í fyrsta sinn en báturinn er stærsti dragnótarbáturinn sem rær Norðanlands. Tjálfi SU vermir svo botninn,
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst