Það eru heldur betur miklar breytingar núna á listanum.
Hásteinn ÁR fer úr því 12 og í efsta. Steinunn SH sem rær frá Bolungarvík og kom með 31 tonn í sinni fyrstu ferð þar kemur beint inn í sæti númer 3. Matthías SH er kominn á Patreksfjörð. og eitthvað segir að hann sé að koma þangað svo til útaf því að Vestri BA er úr leik eftir bruna sem varð á honum núna í okt.
Valgerður BA og Þorsteinn BA eru hlið við hlið á listanum og flest allir hérna á síðuni ættu að vita tenginguna á milli þessara tveggja báta.
Hera ÞH kemur inná listann í fyrsta sinn en báturinn er stærsti dragnótarbáturinn sem rær Norðanlands. Tjálfi SU vermir svo botninn,





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.