Eftir siglingar dagsins til Landeyjahafnar er ljóst að dýpið er ekki nægjanlegt eins og vonast var til. Þetta segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar segir enn fremur að Herjólfur muni því sigla til Þorlákshafnar á morgun, föstudag samkvæmt eftirfarandi áætlun fyrri hluta dags: Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45.
Varðandi siglingar síðari hluta dags verður tilkynning gefin út fyrir kl. 15:00 á morgun, föstudag. Ljóst er að næstu daga verður einungis hægt að sigla til Landeyjahafnar þegar veðurskilyrði eru hagstæð og sjávarstaða góð. Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og því er ekki ráðlegt að skilja farartæki eftir í annarri hvorri höfninni, segir að lokum í tilkynningunni.