Dýpi ekki nægjanlegt í Landeyjahöfn — Herjólfur fer til Þorlákshafnar
Herjólfur. Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar Pétur Friðriksson

Eftir siglingar dagsins til Landeyjahafnar er ljóst að dýpið er ekki nægjanlegt eins og vonast var til. Þetta segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar segir enn fremur að Herjólfur muni því sigla til Þorlákshafnar á morgun, föstudag samkvæmt eftirfarandi áætlun fyrri hluta dags: Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45.

Varðandi siglingar síðari hluta dags verður tilkynning gefin út fyrir kl. 15:00 á morgun, föstudag. Ljóst er að næstu daga verður einungis hægt að sigla til Landeyjahafnar þegar veðurskilyrði eru hagstæð og sjávarstaða góð. Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og því er ekki ráðlegt að skilja farartæki eftir í annarri hvorri höfninni, segir að lokum í tilkynningunni.

Nýjustu fréttir

Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Dýpi ekki nægjanlegt í Landeyjahöfn — Herjólfur fer til Þorlákshafnar
Sigurmark ÍBV kom í blálokin gegn Fram
Andlát: Þórunn Pálsdóttir
Mílan Jezdimirovic skrifar undir samning við ÍBV
Aukum loðnuveiðar
Eyjagöng gera samninga um jarðfræðirannsóknir
Kristmundur Axel meðal listamanna á Hljómey
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.