Enn er ekki ljóst hver smíðar farþegaaðstöðu Landeyjahafnar þegar aðeins rúmir fimm mánuðir eru þangað til höfnin á að vera tilbúin. Auglýst var eftir tilboðum í lok nóvember og voru tilboðin, sem alls voru 27 talsins, opnuð 17. desember síðastliðinn. Lægsta tilboðið átti SÁ verklausnir ehf, 96,8 milljónir tæpar en kostnaðaráætlun hönnuða var upp á rúmar 111 milljónir.