Dýptarmæling í Landeyjahöfn í dag - uppfært
User comments
Lóðsinn í Landeyjahöfn. Eyjafréttir/Eyjar.net: ÓT

Lóðsinn stefnir á að sigla til Landeyjahafnar eftir hádegi í dag til þess að framkvæma óformlega dýptarmælingu í höfninni með von um að sjá hver staðan er á dýpinu í höfninni. Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. segir að komi mælingarnar vel út stefni Herjólfur á að sigla þangað seinnipartinn í dag, kl. 16:00 frá Vestmannaeyjum og kl. 18:15 frá Landeyjahöfn.

Jafnframt kemur fram að frekari upplýsingar um siglingar verði gefnar út þegar niðurstöður mælinganna liggja fyrir. Vert er að taka fram að áætlun Strætó í dag myndi ekki passa við siglingar Herjólfs ef til þess kæmi að fært yrði í höfnina. Einnig kemur fram að gefin verði út tilkynning vegna siglinga á morgun þegar niðurstöður liggja fyrir.

Uppfært kl. 13.30.

Í nýrri tilkynningu skipafélagsins segir að Herjólfur sigli til Landeyjahafnar seinnipartinn í dag skv. eftirfarandi áætlun: Brottför frá Vestmanneyjum kl. 16:00. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 18:30 (Áður ferð kl. 19:45 frá Þorlákshöfn).

Hvað varðar siglingar fyrir morgundaginn verður gefin út tilkynning seinnipartinn í dag eða í kvöld. Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og því ekki æskilegt að skilja eftir farartæki í annarri hvorri höfninni.

Nýjustu fréttir

Dýptarmæling í Landeyjahöfn í dag – uppfært
Rakel Rut Rúnarsdóttir fimleikakona ársins hjá Rán
Grjótharðir Glacier Guys í Eyjafréttum í dag
Loðnuráðgjöf hækkuð í 197 þúsund tonn
Önnur sýning á lifandi kvikmyndum í Sagnheimum
Eyjafréttir í nýjum búningi á nýju ári
ÍBV tekur á móti Fram í kvöld
Elliði maður leiksins og Ísland í undanúrslit
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.