Dýravinafélagið stóð í gær fyrir vel heppnuðum viðburði í Vinaskógi þar sem fjölskyldur, börn og dýr komu saman og nutu jólastemningar í fallegu umhverfi. Á meðal þess sem boðið var upp á voru ratleikur um skóginn, heitt súkkulaði, piparkökur, ristaðar möndlur til sölu.
Myndefni frá deginum — bæði myndband og myndasyrpa — sýna skemmtilega stemmingu í skóginum þar sem fólk naut útivistar, hlustaði á jólalög og tók þátt í ratleiknum sem féll vel í kramið hjá bæði litlum og stórum.
Skipuleggjendur minna á að jólahuggulegheit í Vinaskógi verður aftur á dagskrá næstkomandi sunnudag, frá kl. 15–18. Þá kíkja jólasveinar í heimsókn, ratleikurinn verður í boði og hægt verður að njóta vangala og vetrarblíðunnar.
Að auki eru allir hvattir til að leggja sitt af mörkum í að skreyta skóginn. „Ef þið eigið jólakúlur eða annað skraut sem mætti hengja á trén er það afar vel þegið,“ segir stjórn Dýravinafélagsins. Hver fjölskylda getur jafnframt valið sér eigið tré og skreytt það að vild.
Vinaskógur verður opinn alla daga á undirbúningstímanum og eru gestir hvattir til að koma við, fylgjast með skreytingarvinnunni og njóta notalegrar aðventustundar. Óskar Pétur Friðriksson og Halldór B. Halldórsson sáu um myndvinnslu.



















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst