Dýravinir ósáttir við Herjólf
16. ágúst, 2022

Eftir óhappið í Herjólfi um helgina, þar sem bílalyfta kramdi tvo bíla, heyrist nú enn hærra í hagsmunahópi dýraeigenda í Vestmannaeyjum.

Í frétt um málið á visir.is kemur fram að undirskriftalisti með 1.400 undirskriftum, um bætta aðstöðu gæludýra um borð, verði afhentur stjórn Herjólfs.

Núverandi fyrirkomulag er þannig að sé gæludýr með í för, þarf dýrið ýmist að vera í bíl á bíladekki eða í lokaðri geymslu í búri á bíladekki. Gildir það bæði um ferðir Herjólfs til Landeyjahafnar og Þorlákshafnar. Bíladekkið er þó ekki á rýmingaráætlun Herjólfs, komi eitthvað upp á.

Þóra Gísladóttir, formaður dýravinafélagsins í Vestmannaeyjum segist vita til þess að hundur hafi verið í bíl á bíladekkinu þegar slysið varð um helgina, þó ekki í bílunum sem krömdust.

„Það segir sig sjálft að ef þú ert með dýr einsamalt niðri á bíladekki að þá kemst þú ekki niður til þess og dýrið þitt getur að sjálfsögðu ekki reddað sér upp.“

Þóra segir helsta vilja félagsins að fá að vera með dýrin á afmörkuðu svæði, ekki sé verið að tala um að leggja allan Herjólf undir dýrahald. Þau séu að tala um lítið afmarkað svæði þar sem leyfilegt sé að vera með dýr í bandi eða búri til þess að þau upplifi ekki kvíða, stress og vanlíðan á meðan ferðinni stendur.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.