Eins og stærsta gistipartý sögunnar
Júlía og hennar fólk hafa komið sér vel fyrir í Herjólfshöllinni. Ljósmynd/Aðsend

Margir veðurbarðir en þó kátir þjóðhátíðargestir hafa komið sér fyrir í Herjólfshöllinni vegna veðurs. Blásið hefur hressilega alla helgina og á tímum fylgt aftakarigning.

„Við erum á toppnum núna,“ segir Júlía Dagbjört Styrmisdóttir, gestur á Þjóðhátíð, eftir að hafa flutt inn í Herjólfshöll með sínu fólki þegar tjaldið þeirra gaf sig á VIP tjaldsvæðinu á Þórsvelli í gær.

Hún segir helgina hafa byrjað vel en eftir föstudagskvöldið þá hafi tjaldið þeirra tekið að fjúka og það svo gjöreyðilagst á laugardag.

 

Tjaldið gaf sig í veðrinu í gær. Ljósmynd/Aðsend

Hæstánægð með nætursvefninn

„Í gær þá brotnaði tjaldið og stangirnar bara byrjuðu að fuðra upp í rokinu, þannig að við vorum ekki með neina beinagrind fyrir tjaldið. Þannig að þá loksins opnaði Höllin og þá fórum við inn,“ segir Júlía og er hópurinn ánægður með svefninn sem þau fengu í nótt.

„Það er smá kalt en það er fínt að það sé loftræstikerfi, annars væri örugglega ógeðsleg lykt hérna inni. En maður er bara í föðurlandinu, með dúnsvefnpokann, og það fer rosalega vel um okkur.“

„Drullu“ góð stemning

„Mér líður smá eins og ég sé á hóteli eða bara í stærsta „sleepover“ sögunnar,“ segir Júlía sem segir stemninguna í Höllinni vera „drullu“ góða og bætir við að hópurinn hafi fundið fyrir mikilli hjálp eftir flutninginn.

Kamrar eru fyrir utan og geta gestir komið inn í Týsheimilið til að sækja sér vatn.

Ekki til lélegt veður, bara lélegt tjald

„Ég held ég sé komin með nóg af því að vera í tjaldi í bili,“ segir Júlía en þrátt fyrir allt segist hún alveg geta hugsað sér að koma að ári ef að hún finnur gistingu.

„Það er ógeðslega gaman að vera í Dalnum með vinum sínum, hitta allt fólkið sitt, en mjög leiðinlegt að lenda í svona veðri. En við búum á Íslandi þannig maður þarf bara að búa sig undir það. Það er ekki til lélegt veður, bara léleg föt og lélegt tjald, greinilega,“ segir Júlía að endingu.

 

Gott að koma inn í skjól. Ljósmynd/Aðsend

Nýjustu fréttir

Alex Freyr Hilmarsson íþróttamaður Vestmannaeyja
Tvíþætt staða orkuskipta
Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd
Eyjarnar landa fyrir austan
Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Nýtt fyrirkomulag í Uppbyggingarsjóði Suðurlands
Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.