Eins og stærsta gistipartý sögunnar
4. ágúst, 2024
Júlía og hennar fólk hafa komið sér vel fyrir í Herjólfshöllinni. Ljósmynd/Aðsend

Margir veðurbarðir en þó kátir þjóðhátíðargestir hafa komið sér fyrir í Herjólfshöllinni vegna veðurs. Blásið hefur hressilega alla helgina og á tímum fylgt aftakarigning.

„Við erum á toppnum núna,“ segir Júlía Dagbjört Styrmisdóttir, gestur á Þjóðhátíð, eftir að hafa flutt inn í Herjólfshöll með sínu fólki þegar tjaldið þeirra gaf sig á VIP tjaldsvæðinu á Þórsvelli í gær.

Hún segir helgina hafa byrjað vel en eftir föstudagskvöldið þá hafi tjaldið þeirra tekið að fjúka og það svo gjöreyðilagst á laugardag.

 

Tjaldið gaf sig í veðrinu í gær. Ljósmynd/Aðsend

Hæstánægð með nætursvefninn

„Í gær þá brotnaði tjaldið og stangirnar bara byrjuðu að fuðra upp í rokinu, þannig að við vorum ekki með neina beinagrind fyrir tjaldið. Þannig að þá loksins opnaði Höllin og þá fórum við inn,“ segir Júlía og er hópurinn ánægður með svefninn sem þau fengu í nótt.

„Það er smá kalt en það er fínt að það sé loftræstikerfi, annars væri örugglega ógeðsleg lykt hérna inni. En maður er bara í föðurlandinu, með dúnsvefnpokann, og það fer rosalega vel um okkur.“

„Drullu“ góð stemning

„Mér líður smá eins og ég sé á hóteli eða bara í stærsta „sleepover“ sögunnar,“ segir Júlía sem segir stemninguna í Höllinni vera „drullu“ góða og bætir við að hópurinn hafi fundið fyrir mikilli hjálp eftir flutninginn.

Kamrar eru fyrir utan og geta gestir komið inn í Týsheimilið til að sækja sér vatn.

Ekki til lélegt veður, bara lélegt tjald

„Ég held ég sé komin með nóg af því að vera í tjaldi í bili,“ segir Júlía en þrátt fyrir allt segist hún alveg geta hugsað sér að koma að ári ef að hún finnur gistingu.

„Það er ógeðslega gaman að vera í Dalnum með vinum sínum, hitta allt fólkið sitt, en mjög leiðinlegt að lenda í svona veðri. En við búum á Íslandi þannig maður þarf bara að búa sig undir það. Það er ekki til lélegt veður, bara léleg föt og lélegt tjald, greinilega,“ segir Júlía að endingu.

 

Gott að koma inn í skjól. Ljósmynd/Aðsend
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst