Halldór Halldórsson er einn af þeim fjölmörgu sem ganga um eyjuna fögru. Hrífst og fangar myndefnið sem í boði er. Finnur tónlist sem hæfir og býr til myndband af sínum hughrifum. Lét okkur eyjafrettafólk vita af því að allt sem hann setur á youtube sé okkur heimilt að nota af lyst. Og það er óneitanlega gaman að fylgjast með þeim ótal myndböndum sem eru að finna eftir þennan ljúfling. Hér er eitt, – það er náttúran og lífið í Eyjum sem hann hefur fangað á sinn hátt.