Á
facebooksíðu Sæheima kemur fram að í gær voru 411 pysjur vigtaðar og vængmældar í pysjueftirliti Sæheima. Heildarfjöldinn er því kominn upp í 1724 pysjur og því greinilegt að þetta verður eitt af bestu árunum frá því pysjueftirlitið hóf göngu sína.
�?ó að heimsmetið frá í gær hafi ekki verið slegið þá slógum við þyngdarmetið enn og aftur, en bræðurnir Georg og Ásgeir Ingimarssynir komu með 387 gramma pysju í dag. Almennt eru pysjurnar sem komið er með vel gerðar.