Hrafnhildur Skúladóttir var að vonum bjartsýn fyrir komandi tímabili þegar blaðamaður hitt hana sl. mánudag en daginn áður lagði ÍBV nýliðana í Fjölni að velli með 11 marka mun. �??�?etta lítur rosalega vel út núna, svo gott sem allir heilir en Eva Aðalsteins var að koma úr liðþófaaðgerð þannig að það eru þrjár til fjórar vikur í hana. Annars eru allir reynsluboltar heilir,�?? segir Hrafnhildur og bætir við að nýi línumaður liðsins, Asun Batista, hafi komið skemmtilega á óvart en ásamt því að spila hefðbundinn handbolta spilar Asun strandhandbolta og er heimsmeistari með spænska landsliðinu í íþróttinni. �??Hún lítur mjög vel út, við renndum alveg blint í sjóinn með hana, hún hefði alveg eins getað verið hræðileg en hún er mjög flott. Hún tekur allt sumarið í strandhandbolta en er á veturna í venjulegum handbolta en síðast var hún að spila í efstu deild á Spáni. Hún er í þrusuformi þessi stelpa, mjög snögg og með geggjaðan stökkkraft.�??
Skyttan Díana Kristín Sigmarsdóttir gekk einnig til liðs við ÍBV fyrir tímabilið og er ekki annað að heyra en að Hrafnhildur sé afar sátt við viðbæturnar á liðinu. �??Díana Kristín var með tvö mörk í leiknum í gær en þurfti að fara útaf. Svo fengu bara ungu stelpurnar að spreyta sig helling þegar við vorum komnar einhverjum 13 mörkum yfir og það var flott að ná því. En Díana var alveg frábær á Selfoss mótinu og mun klárlega koma til með að styrkja okkur mjög mikið.�??
Ánægð með að vera spáð þriðja sætinu
En hver eru markmið liðsins? �??Okkur var spáð þriðja sætinu og við erum bara ánægðar með það, markmið okkar er að komast í úrslitakeppnina og þegar þangað er komið setjum við okkur ný markmið. Við misstum af úrslitakeppninni síðast og ætlum okkur í hana núna. Við vitum ekkert hvernig hópurinn verður þá, ef við verðum með þrjá lykilleikmenn í meiðslum er kannski ekki raunhæft að stefna á titil en ef allir eru heilir og við erum í svipuðu standi og í dag þá er það alveg raunhæft, alveg klárlega,�?? segir Hrafnhildur og svara því játandi aðspurð hvort henni þykir liðið samkeppnishæfara í ár en í fyrra. �??Markmennirnir okkar hafa verið rosa flottir og það munar miklu. Erla spilaði reyndar ekki leikina úti en Jenný var alveg rosaleg, tók þessa hollensku meistara og snýtti þeim og er bara búin að vera svaðaleg upp á síðkastið. Í gær [sunnudag] var hún með 11 bolta varða og sex mörk fengin á sig. �?g meina ef við erum með svona markvörslu þá er titill alveg eitthvað sem við getum stefnt að, engin spurning.�??
Hausinn skiptir öllu máli
Stjarnan og Fram munu að öllum líkindum verða aðalkeppinautar ÍBV á komandi leiktíð ef marka má spár og telur Hrafnhildur sitt lið ekki vera neinn eftirbát liðanna tveggja. �??Hausinn skiptir gríðarlega miklu máli í þessu og erum við alltaf að stefna að því að verða sterkari þar. Breiddin er sömuleiðis meiri og svo eru margar sem eru búnar að æfa sjúklega vel í sumar, tekið mikið af aukaæfingum og eru í formi lífs síns. �?g myndi aldrei segja að við værum með slakara lið á pappírunum heldur en Fram og Stjarnan, frekar bara jafn sterkt.�??
Undir okkur sjálfum komið hvort áhorfendur mæti
Nú er verið að setja parket á stóra salinn, er það ekki mikið gleðiefni? �??�?etta verður geðveikt og skiptir ótrúlega miklu máli því hitt gólfið var bara ónýtt, ekki hægt að æfa á því. �?að var bara ávísun á að tveir leikmenn myndu meiðast ef maður þurfti að vera þarna eina æfingu. Sem betur fer hef ég bara æft tvisvar sinnum inni í þessum sal á þessum tveimur árum sem ég hef verið hérna. �?etta varð að gerast og það er frábært að vera núna með þrjá geggjaða sali,�?? segir Hrafnhildur sem vonast eftir góðum stuðningi í vetur frá áhorfendum. �??�?etta verður svolítið undir okkur komið, hvort við verðum frábært lið sem spilar með mikilli gleði og stendur sig vel, þá mun fólk koma og horfa á okkur. �?etta helst í hendur, það nennir enginn að horfa á einhverja leiðindapésa sem eru í fýlu inni á vellinum þannig að við verðum bara að sjá til þess að það verði gaman til að trekkja fólk á völlinn, við ætlum okkur að gera það. �?að er náttúrulega ekkert skemmtilegra en að spila fyrir framan þessa ÍBV áhorfendur þannig að því fleiri því betra.