Ekkert annað en tilfærsla á þjónustu frá landsbyggð til höfuðborgar
6. október, 2010
Starfsmenn mótmæla harðlega fyrirhugðum niðurskurði á fjárframlögum til reksturs stofnunarinnar árið 2011. Niðurskurður af þessum toga er ekkert annað en tilfærsla á þjónustu frá landsbyggðinni til höfuðborgarinnar, án þess að nokkuð sparist í raun. Við lítum svo á að til grunnþjónstu í Vestmannaeyjum teljist heilsugæsla,fæðingahjálp og slysa- og bráðaþjónusta. Öllum má vera það ljóst að með aðgerðum sem þessum, verður stórkostlega vegið að öryggi íbúanna.