Ekki allir sáttir við ráðningu nýs lögreglustjóra

„Ég sem bæjarstjóri mun auðvitað vinna með þeim lögreglustjóra sem réttilega er skipaður til starfa hér í Eyjum hverju sinni. Dómsmálaráðherra hefur væntanlega komist að þeirri niðurstöðu, eftir vandlega íhugun, að þetta sé heppileg og smekkleg ráðstöfun eftir þá kvenfyrirlitningu og almennu mannfyrirlitningu sem mér og fleirum var sýnd á Klaustursbar hér um árið. Þar var hinn nýskipaði lögreglustjóri þátttakandi,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri um ráðningu Karls Gauta Hjaltasonar í stöðu lögreglustjóra í Vestmannaeyjum á fésbókasíðu sinni.

Njáll Ragnarsson, oddviti Framsóknar í bæjarstjórn og formaður bæjarráðs tekur í svipaðan streng og segir: „Staðan: Ef ske kynni vera að kynferðisbrot verði framið á þjóðhátíð verður það einn af klausturskóngunum sem mun hafa umsjón með rannsókn málsins

Það hefði svei mér verið nær að leggja þetta embætti bara niður.“

Margir eru þeim sammála en aðrir óska Karli Gauta, sem var sýslumaður og lögreglustjóri í Vestmannaeyjum frá 1998 til 2014 til hamingju og velkominn til starfa.

 

Nýjustu fréttir

Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.