Ekki rukkað fyrir málma og verð á gleri lækkar
Sorpa Ruslagamur Tms 20250227 142322
Athafnasvæði Terra í Eyjum. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Terra hefur tilkynnt um breytingu á verðskrá og innheimtuaðferð í Vestmannaeyjum. Á vef fyrirtækisins segir að frá og með 22. apríl muni ný verðskrá taka gildi á móttökustöð Terra umhverfisþjónustu í Vestmannaeyjum auk þess mun félagið breyta innheimtuaðferð á næstu misserum.

Félaginu þykir leitt hvernig umræðan hefur þróast að undanförnu, enda endurspeglar hún ekki þann metnað og þau gildi sem Terra stendur fyrir í ábyrgri úrgangsstjórnun og sjálfbærni. Markmið okkar er að starfa í sátt við samfélagið og náttúruna og veita góða og sanngjarna þjónustu.

Frá og með 22. apríl nk. munu verða eftirfarandi breytingar:

  • Móttaka málma verður endurgjaldslaus.
  • Verð á gleri mun lækka í 6.698 kr./m³.

 

Jafnframt hefur í samstarfi við Vestmannaeyjabæ verið ákveðið að hefja vinnu við að breyta gjaldtöku á móttökustöðinni. Í stað gjaldtöku eftir rúmmetrum verður á næstu misserum komið upp vigt á móttökustöðinni og gjald tekið eftir kílóum í stað rúmmetra. Fram að því verður áfram rukkað eftir rúmmáli. Með þessu móti teljum við að hægt verði að ná meiri gagnsæi og auknu trausti í innheimtu á svæðinu. Þessi aðferð mun krefjast þess að einsleitnari farmar af úrgangi í ferð eru ákjósanlegir svo innheimt verði fyrir réttan efnisflokk í hverri ferð.

Við hjá Terra viljum jafnframt ítreka mikilvægi þess að starfsfólk okkar á móttökustöðinni fái að vinna störf sín í góðu og virðingarríku umhverfi. Þau sinna mikilvægu starfi í þágu samfélagsins og eiga skilið að mæta virðingu og kurteisi sem hefur því miður ekki verið raunin á undanförnum vikum í of mörgum tilfellum.

Við hlökkum til áframhaldandi góðs samstarfs við ykkur og vonum að þær breytingar sem hér eru kynntar stuðli að aukinni sátt og skilningi, segir að endingu í tilkynningunni.

Nýjustu fréttir

Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Nám sem tengir saman skóla, atvinnulíf og samfélag
Draumar æskuáranna rættust
ÍBV tapaði toppslagnum gegn Val
Handverksmenn sýna í Einarsstofu
Samninganefnd skipuð vegna endurskoðunar á Herjólfssamningi
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.