Á vef Ríkisútvarpsins er greint frá því að engan hafi sakað þegar eldur kviknað í sumarbústað í Munaðarnesi nú í morgunsárið. Fimm manna fjölskylda slapp ómeidd. Slökkvilið Borgarbyggðar var kallað út laust fyrir klukkan sex. Þegar það kom á vettvang logaði í forstofu bústaðarins. Vel gekk að slökkva eldinn en bústaðurinn er mikið skemmdur.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst