Elliði Vignisson sagði í samtali við Eyjafréttir að hann kæmi ekki til með að sakna þessarar ríkisstjórnar, þegar hann var spurður út í afdrif helgarinnar. �?? �?g var á móti þessu samstarfi við upphaf þess og óttaðist að erfitt yrði að stóla á flokka eða flokksbrot sem ekki eiga sér sögu, innrigerð og trausta stefnu. Hitt er svo annað að fátt er þróuðu ríki eins og okkar skaðlegra en stjórnarkreppa, losung og óvissa. �?að þarf trausta stjórn ef ekki á illa að fara og akkúrat núna þá höfum við hana ekki og alger óvissa framundan �?? sagði Elliði.
Aðspurður um áhrif stjórnarslitanna hafi á Vestmannaeyjar, �?? Við Eyjamenn eigum mikið undir ríkisvaldinu og þá ekki síst í því sem snýr að samgöngum og heilbrigðismálum. Við erum núna að taka fyrst skref í samræðum við ríkið um yfirtöku okkar heimamanna á rekstri Herjólfs og það væri slæmt ef það færi á núllreit í enn eitt skiptið. Svipaða sögu er að segja um hvalaverkefnið okkar það er enn í einhverri óvissu innan stjórnkerfisins auk margra annrra smærri verkefna. Kosningar setja allt á hliðina og virka sem síróp í kerfið. Við bregðumst þó bara við því með auknum krafti og lengri vinnudögum. �?g óttast það því ekki mikið.
Elliði er sáttur við sitt fólk í sínu kjördæmi �?? nú fær fólk tækifæri til að leggja verk sín í dóm kjósenda. Mín skoðun að þingmennirnir okkar, og þá ekki síst Eyjamennirnir Páll Magnússon oddviti og Ásmundur Friðriksson hafi staðið sig vel í þessa 10 mánuði og því ekki rík ástæða til að gera miklar breytingar. Á sama máta hefur mér fundist Unnur Brá og Vilhjálmur standa sig vel�??