Elliði Snær með ótrúleg tilþrif
Elliði Snær Viðarsson Mynd/ Hafliði Breiðfjörð

Elliði Snær Viðarsson, sem hefur spilað í um tvö ár með Gummersbach er að gera góða hluti með liðinu. Liðið spilaði æfingaleik við Rothenbach-Halle í Kassel í gær og skoraði hann nokkur mörk, þarf af eitt með ótrúlegum tilþrifum

Handbolti.is greinir fyrst frá.

Elliði Snær greip boltann á línunni og tókst síðan á einhvern stórfenglegan hátt að sveifla boltanum yfir markvörðinn og beint í netið.

Elliði er 23 ára gamall línumaður sem lék áður með ÍBV allan sinn feril. Með Gummersbach spilar einnig Hákon Daði Styrmisson, 24 ára hornamaður sem einnig er uppalinn hjá ÍBV. Þjálfari liðsins er Guðjón Valur Sigurðsson sem er einn alfarsælasti handboltamaður Íslands.

Allar myndir hér að neðan eru fengnar af facebook síðu VFL Gummersbach
Forsíðumyndina á Hafliði Breiðfjörð. 

Nýjustu fréttir

Elliði fyrir leikinn gegn Dönum
Spáð í spilin fyrir stórleikinn í kvöld á EM
Tíðarandi liðinna ára í myndum í Sagnheimum
Handbolti, loðnukvóti og prófkjör
Áskorun til Vestmannaeyinga 
Skipar sjö manna fagráð
Skráning stendur yfir í Lífshlaupið
Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.