Það var allskonar veður í boði á meistaramóti Golfklúbbs Vestmannaeyja sem fram fór dagana 11. til 14. júlí. Verðlaunaafhending fór fram í gærkvöldi og voru það Daníel Ingi Sigurjónsson og Katrín Harðardóttir sem krýnd voru Vestmanneyjameistarar.
Gríðarleg spenna um efstu sætin
Æsispennandi keppni var meðal þriggju efstu manna í meistarflokki karla þeirra Daníels Inga Sigurjónssonar og Lárusar Garðars Long. Að lokum var það bara eitt stig sem skildi á milli þeirra. Var það frábær síðasti hringur Daníels sem tryggði honum sigurinn. Lárus Garðar endaði í öðru og Gunnar Geir Gústafsson í þriðja.


Í kvenna flokki var ekki minni spenna en þar enduðu þær Elsa Valgeirsdóttir og Katrín Harðardóttir jafnar af stigum eftir lokahring. Kastað þurfti upp hlutkesti til að skera úr sigurvegara og hlaut Katrín hnossið.
Í háforgjafarflokki kvenna var sama spennan en þar hafði Unnur Sigmarsdóttir eitt stig á Hörpu Gísladóttir og sigraði því.
Í fyrsta flokki karla sigraði Brynjar Smári Unnarsson. Rúnar Gauri Gunnarsson í 2. flokki og Karl Jóhann Örlygsson í þeim þriðja.
Í flokki karla ára og eldri var það Guðjón Grétarsson sem hafði sigur úr býtum. Í öldungaflokki 70 ára og eldri sigraði Kristján Gunnar Ólafsson.
Okkar maður Óskar Pétur lét sig að sjálfsögðu ekki vanta á verðlaunaafhendinguna í gærkvöldi og má sjá myndir þaðan hér að neðan.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.