Endurskoðuð samgönguáætlun kynnt
Flugvollur
Vestmannaeyjaflugvöllur.

Sigurður Ingi Jóhannsson kynnt á opnum morgunfundi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í morgun drög að endurskoðaðri samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034. Um er að ræða uppfærða og endurskoðaða samgönguáætlun sem samþykkt var á Alþingi síðasta vetur. Þar kynnti Sigurður meðal annars nýja heildarstefnu í almenningssamgöngum milli byggða á Íslandi. Almenningssamgöngur með flugi, ferjum og almenningsvögnum myndi eina sterka heild og boðið verði uppá eitt leiðarkerfi fyrir allt landið með bættu aðgengi. Markmiðið er að auka hlutdeild almenningssamgangna í ferðum milli byggða á Íslandi og stuðla þannig að umhverfisvænni, öruggari og hagkvæmari umferð um allt land á samkeppnishæfan máta.

Skoska leiðin á næsta ári

Sigurður Ingi boðaði einnig á fundinum að skoska leiðin í flugi kæmi til framkvæmda fyrir lok árs 2020. Það kemur til með að hafa mikil áhrif á flugfargjöld fyrir fólk á landsbyggðinni.

Ekkert kom fram á fundinum um framkvæmdir í Landeyjhöfn eða henni tengdar.

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.