Nú þegar klukkan er fimm mínútur yfir sex á Jón Kristinn um það bil að ná landi á Landeyjasandi og er hann þá búinn að vera sjö klukkustundir að synda þessa 11 kílómetra sem átti að taka fjóra klukkutíma. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Eyjum sem fylgst hefur með sundinu var straumur í Álnum erfiðari en gert var ráð fyrir. En ekki leit út fyrir annað en að hann næði að ljúka ætlunarverki sínu því stutt var í að hann skriði upp í sandinn og gekk allt vel.
Klukkan 23.02 lagðist Jón Kristinn �?órsson, 44 ára lögreglumaður úr Reykjavík til sunds á Eiðinu í Vestmannaeyjum og tók stefnuna á Landeyjasand. Bein loftlína er um 11 kílómetrar og reiknar Jón Kristinn með því að sundið taki um fjórar klukkustundir. Sjávarhiti í Álnum milli lands og Eyja er rétt tæpar tólf gráður og er hann hæstur á þessum tíma sólarhringsins sem er einmitt ástæðan fyrir því að Jón Kristinn valdi þennan tíma.
Jón Kristinn hefur stundað sjósund lengi og synti Drangeyjarsund sumarið 2014. �??Strax eftir það ákvað ég að reyna við Landeyjasund,�?? sagði Jón Kristinn við blaðamann Eyjafrétta þar sem hann var að gera sig kláran fyrir sundið. Hann neitaði því ekki að vera kvíðinn. Nokkur vindbára var og braut aðeins á Eiðinu þegar Jón Kristinn lagði af stað en hann vonaðist eftir sléttari sjó eftir því sem hann nálgaðist land hinum megin. �??Veðrið mætti vera betra en ég vona að það lagist. �?g kom til Eyja í kvöld og nú er komið að þessu,�?? sagði Jón Kristinn hinn rólegasti rétt áður en lagði í hann.
Hann var smurður hátt og lágt með þykkri feiti, var í sundskýlu og með hettu en var að öðru leyti óvarinn. Honum fylgja tveir bátar með þrautreyndum lögreglumönnum þannig að alls öryggis er gætt. �?etta er engu að síður mikil þrekraun en þetta hefur verið gert áður. Eyjólfur Jónsson synti Landeyjasund árið 1959 og Axel Kvaran 1961.
Samkvæmt síðustu fréttum, nú þegar klukkan er 04:40, er Jón Kristinn að nálgast Landeyjasnd Ljóst er að sundið tekur lengri tíma en hann áætlaði því núna eru einn til einn og hálfur tími eftir. Er það m.a. vegna óhagstæðari strauma en sundið átti að taka fjóra klukkutíma. Samt gekk allt að óskum og líkur á að hann ljúki sundinu.
Myndir �?skar Pétur.