Erlendum ríkisborgurum fjölgar
folk
Vestmannaeyjar á björtum sumardegi. Eyjafréttir/Eyjar.net: Tryggvi Már

Erlendir ríkisborgarar í Vestmannaeyjum eru nú orðnir 14,4% af íbúafjölda bæjarins. Þetta má sjá í nýjum gögnum um íbúafjölda í mælaborði Byggðastofnunar.

Þar má lesa úr að íbúafjöldi í byrjun ársins hafi verið 4.444 í Eyjum. Þar af eru erlendir ríkisborgarar 639 talsins eða 14,4%. 376 karlar (58,8%) og 263 konur (41,2%). Meðalaldur erlendra ríkisborgara í sveitarfélaginu er 32,8 ár. Síðast þegar Eyjar.net birti sambærilegar tölur fyrir 4 árum voru erlendir ríkisborgarar 11% bæjarbúa.

64% landsmanna á höfuðborgarsvæðinu

Í frétt á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að Hagstofa Íslands hafi í lok mars gefið út ný gögn um íbúafjölda á Íslandi. Þann 1. janúar 2024 voru íbúar landsins 383.726, þar af voru erlendir íbúar 63.528. Búið er að uppfæra mælaborð Byggðastofnunar um íbúafjölda sveitarfélaga og byggðakjarna og um íbúa svæða eftir ríkisfangi með þessum nýju gögnum.

Í mælaborðunum má sjá að 365.256 (95%) búa í byggðakjörnum og 18.470 (5%) í dreifbýli. Á höfuðborgarsvæðinu eru 244.177 íbúar (64% landsmanna) en 139.549 (36%) utan höfuðborgarsvæðis. Hæst hlutfall erlendra íbúa er áfram í Mýrdalshreppi (58%) og þar næst í Skaftárhreppi (37%) og Bláskógabyggð (34%). Meðalaldur erlendra ríkisborgara er 33,2 ár en íslenskra ríkisborgara 39,3 ár.

 

https://eyjar.net/2020-02-02-11-baejarbua-erlendir-rikisborgarar/

 

Nýjustu fréttir

„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.