Erlingur Richardsson er hættur sem landsliðsþjálfari karlalandsliðs Sádi-Arabíu í handbolta. Þetta staðfestir Erlingur við RÚV í dag.
Á vef RÚV er haft eftir Erling að samningur hans hafi verið útrunninn og fá verkefni framundan og krafa um að hann þyrfti að búa í Sádi-Arabíu ef gerður yrði nýr samningur. „Ég hafði ekki áhuga á því,“ sagði Erlingur við RÚV. Hann tók við þjálfun liðsins í ágúst og stýrði liðinu í forkeppni Ólympíuleikanna þar sem liðið hafnaði í 3. sæti A-riðils.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst