Erlingur Birgir Richardson sem hætti þjálfun ÍBV í vor hefur skrifað undir eins ár samning um þjálfun karlalandsliðs Sádi Arabíu í handbolta, er fram kemur í frétt á vefsíðu Handbolti.is.
Þetta er í fyrsta skiptið sem Íslendingur þjálfar í Sádi Arabíu og er Erlingur staddur þar núna til að ganga frá lausum endum.
Nú tekur við þátttaka Sáda á Asíuleikunum sem fara fram í Kína í september, forkeppni Ólympíuleikanna í Katar í október og forkeppni heimsmeistaramótsins í janúar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst