Eyjamaðurinn Erlingur Richardsson byrjaði vel sem þjálfari Füchse Berlin en nú í kvöld fór fram úrslitaleikur um heimsmeistaratitil félagsliða þar sem hann stýrði þýska liðinu til sigurs á sterku liði Veszprém frá Ungverjalandi. Mótið fór fram í Katar nú í vikunni og lauk í kvöld en nokkrir Íslendingar voru í liðunum sem kepptu á mótinu.
Leiknum lyktaði með eins marks sigri Füchse Berlin, 28-27, en úrslitin réðust í framlengingu.