Flugfélagið Ernir er ekkert að tvínóna við hlutina því félagið hefur bætt við aukaferð í dag klukkan 13:00. Herjólfur hefur ekkert getað siglt í dag vegna veðurs og ölduhæðar en vél félagsins er farin í loftið og er á leið til Eyja og áætlað að hún lendi í Eyjum um 11.