�?að var mikið um dýrði á lokahófi handboltans á Háloftinu í gær þar sem veturinn var gerður upp. �?að var svo sannarlega tilefni til að fagna því meistaraflokkarnir náðu mjög viðunandi árangri og ÍBV fagnaði þremur Íslandsmeistaratitlum í yngri flokkunum.
�?að kom fáum á óvart að Eser �?skarsdóttir var valin besti leikmaður meistaraflokks kvenna og Theódór Sigbjönrsson sá besti hjá körlunum. Fréttabikarana sem efnilegustu leikmenn meistaraflokks fengu að þessu sinni �?óra Guðný Arnarsdóttir er 17 ára og Elliði Snær Viðarsson 17 ára sem verður 18 ára í nóvember. Bæði léku þau stórt hlutverk með meistaraflokkunum í vetur og má vænta mikils af þeim í framtíðinni.
Elliði og �?óra eru frábærar fyrirmyndir yngri iðkenda og vel að þessum verðlaunum komin. �?au skrifaði undir samning við ÍBV í vikunni og munum við geta fylgst með honum vaxa í framtíðinni.
Á efstu myndinni eru �?óra Guðný og Elliði Snær með Fréttabikarana og á þeim neðri Ester og Theódór með öðrum verðlaunahöfum.