Nýtt blað Eyjafrétta kemur út í dag og er að venju fullt af athyglisverðu efni. Hæst ber fjögurra síðna umfjöllun um málstofu um Kveikjum neistann. Má líka nefna viðtöl við fulltrúa nýrra eigenda Hótels Vestmannaeyja og viðbrögð trúnaðarmanns starfsfólks í Leo Seafood og Arnars Hjaltalín, formanns Drífanda við væntanlegum kaupum Vinnslustöðvarinnar á Leo Seafood og útgerð Þórunnar Sveinsdóttur VE.
Kótelettukarlinn Péturs Steingrímsson er í léttu spjalli, Addi Steini er ekki sáttur, Eyþór skundaði á landsfund, rætt við Andreu formann sóknarnefndar um stöðu Landakirkju, Hemmi Hreiðars gerir upp tímabilið og ýmislegt fleira efni er að finna í blaðinu.
Myndin er af konum á kvennakvöldi ÍBV sem er meðal efnis í blaðinu.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.