Eyjakonur komnar upp í Bestu deildina
Eyjakonur eru komnar upp í Bestu deildina. Ljósmynd/Sigfús Gunnar Guðmundsson.

Kvennalið ÍBV er komið upp í bestu deildina eftir 0-2 útisigur á Keflavík er liðin mættust í 15. umferð Lengjudeildar kvenna í kvöld.  Eyjakonur komust yfir í leiknum á 18. mínútu með marki frá Allison Grace Lowrey. Staðan 0-1 í hálfleik. Allison var svo aftur á ferðinni í síðari hálfleik þegar hún skoraði af vítapunktinum á 55. mínútu. Allison er nú komin með 18 mörk í deildinni og er markahæst. 

Eftir leikinn eru Eyjakonur komnar með 40 stig á toppnum þegar þrír leikir eru eftir og geta ekki endað neðar en í öðru sæti deildarinnar. Tvö efstu liðin fara upp í Bestu deildina. Frábær árangur hjá Eyjakonum sem eru vel að þessu komnar.

Næsti leikur ÍBV er heimaleikur fimmtudaginn 21. ágúst gegn HK en þær sitja í 2. sæti deildarinnar.

Nýjustu fréttir

Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.