Kvennalið ÍBV tók á móti Gróttu í 8-liða úrslitum Powerade bikarsins á Seltjarnarnesi í kvöld. Leiknum lauk með 35-32 sigri Gróttu og má segja að úrslitin hafi verið ansi óvænt þar sem lið Gróttu leikur í Grill 66 deildinni.
Gróttu konur voru yfir framan af í leiknum en staðan eftir 20 mínútna leik var jöfn, 9-9. Eftir það komust Eyjakonur mest þremur mörkum yfir en Gróttu konur náðu að jafna fyrir hálfleikinn. Staðan 14-14 í hálfleik.
Eyjakonur byrjuðu seinni hálfleikinn vel og voru þremur mörkum yfir þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Grótta konur gáfust hins vegar ekk upp og komust yfir 23-22 þegar skammt var eftir. Á lokamínútu leiksins voru Eyjakonur yfir 26-27 en Grótta náði að jafna þegar nokkrar sekúndur voru eftir í 27-27 og því þurfti að framlengja.
Í framlengunni voru Gróttu konur sterkari og unnu 35-32 sigur og eru komnar í 8-liða úrslitin. Ásamt Gróttu komust KA/Þór, Víkingur, Fram og FH áfram í 8-liða úrslit í kvöld.
Sandra Erlingsdóttir var markahæst í leiknum með tíu mörk. Amalia Frøland var með 14 skot varin og Ólöf Maren Bjarnadóttir 2 skot.
Mörk ÍBV: Sandra Erlingsdóttir 10 mörk, Birna Berg Haraldsdóttir 8, Alexandra Ósk Viktorsdóttir 4, Ásta Björt Júlíusdóttir 3, Ásdís Halla Hjarðar 3, Agnes Lilja Styrmisdóttir 2, Amalia Frøland 1, Klara Káradóttir 1.
Næsti leikur ÍBV í deildinni er útileikur gegn Fram laugardaginn 1. nóvember kl. 15:00.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst