Sjötugasta ársþing KSÍ fór fram í Höllinni í Vestmannaeyjum sl. laugardag. Á þinginu var m.a. kosinn nýr formaður knattspyrnusambandsins en Geir �?orsteinsson ákvað að stíga til hliðar en hann hafði verið formaður frá árinu 2007. Valið stóð því á milli fyrrum landsliðsfyrirliðans Guðna Bergssonar og Björns Einarssonar, formanns Víkings og framkvæmdastjóra TVG-Zimsen en sá fyrrnefndi stóð uppi með pálmann í höndunum. Guðni hlaut 83 at¬kvæði af þeim 149 sem greidd voru en Björn einungis 66 at¬kvæði. Geir �?orsteinsson var jafnframt kosinn heiðursformaður KSÍ og fer í hóp með forverum sínum, þeim Eggerti Magnússyni og Ellerti B Schram.
Á mánudeginum eftir kosningar sló blaðamaður á þráðinn til Jóns �?lafs Daníelssonar, framkvæmdarstjóri ÍBV, knattspyrnu kvenna en hann var einn af kjörnum fulltrúum ÍBV á þinginu.
Hvernig fannst þér þingið takast? �??Mér fannst það takast mjög vel. �?að var búið að vinna allar tillögur mjög vel. �?ó finnst mér að félögin mættu vera betur undirbúin t.d. þegar upp koma breytingatillögur og annað slíkt, hafa ígrundað málin mjög vel. �?egar kemur að formannskjörinu, sem er ein stærsta ákvörðunin sem þingið tekur, þá ætti hvert félag bara að hafa eitt atkvæði en ekki allir kjörnir fulltrúar sem voru í okkar tilviki fjórir. Ákvörðun á borð við þessa á ekki að vera geðþóttaákvörðun kjörinna fulltrúa,�?? segir Jón �?li.
Aðspurður segist Jón �?li ánægður með úrslit kosninganna en bætir við að báðir kostir höfðu verið álitlegir. �??�?g tel að báðir kostir hafi verið fínir en mér hugnaðist betur það sem Guðni hafði fram að færa. �?á tel ég sérstaklega að formaður þurfi að starfa þarna innandyra. Munurinn á fyrirtæki og félagasamtökum á borð við KSÍ eru þannig öll tengsl þurfa að vera persónulegri.�??
Páll �?orvaldur Hjarðar, formaður knattspyrnudeildar karla var einnig á þinginu og segir hann upplifun sína af því hafa verið góða enda vel heppnað þing í alla staði.
Hvernig var að taka þátt í ársþingi KSÍ? �??Bara virkilega skemmtilegt, þetta var stærsta þing frá upphafi og það var virkilega gaman að sjá hversu góð mæting var,�?? segir Páll.
Telur þú að liðin á landsbyggðinni eigi eftir að hagnast á úrslitunum í formannskjörinu? Nei, ekki endilega, ég tel það það ekki rétt að stilla kjörinu upp þannig. �?etta voru bara tveir góðir menn sem voru í kjörinu,�?? segir Páll.
Einnig var rætt við ný kjörinn formann, Guðna Bergsson, eftir að tölublað Eyjafrétta fór í prentun. Ertu ánægður með kosningarnar og þingið í heild? “Já , ég var mjög ánægður með þingið og framkvæmd þess, Auðvitað hjálpaði þar útkoman úr kosningunum fyrir mig.”
Hvernig fannst þér að hafa þingið í Vestmannaeyjum? “�?að koma vel út og skapaði ákveðna stemningu sem gaman var að upplifa.”
�?ú talar um að huga sérstaklega að starfinu á landsbyggðinni. Hvað áttu við með því? “�?að þarf að hafa í huga að reyna að styðja við starfið eftir megni þar hvað varðar t.d. fræðslu og hæfileikamótun leikmanna og að samskiptin séu góð við alla,” sagðiGuðni að lokum.
�?ingið og öll umgjörð þess þótti til fyrirmyndar og þeim Eyjamönnum sem að því komu til mikils sóma. Um kvöldið var hátíðarkvöldverður í Höllinni þar sem um 250 manns komu saman. �?ar var Karlakór Vestmannaeyja með skemmtiatriða og sló í gegn eins og alltaf.