Karlalið ÍBV tók á móti Breiðablik á Kópavogavelli í 22. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Eyjamenn þurftu á sigri að halda til að vera í efri hluta deildarinnar.
Blikar voru meira með boltann í fyrri hálfleik en áttu í erfiðleikum með að finna opnanir á þéttri vörn Eyjamanna. Á 27. mínútu leiksins náðu Eyjamenn forystu með marki frá Sverri Pál Hjaltested eftir mikinn darraðadans inn á teig Blika. Staðan 0-1 í hálfleik og Eyjamenn í góðri stöðu.
Blikarnir áttu nokkur ágætis færi í seinni hálfleik en það var ekki fyrr en á 82. mínútu sem þeir náðu að koma boltanum í netið. Kristinn Jónsson átti þá fyrirgjöf sem Tobias Thomsen stangaði í netið. Eyjamenn fengu tvö ágætis færi undir lok leiks en náðu ekki að gera sér mat úr því. Afar svekkjandi 1-1 jafntefli og Eyjamenn enda í 7. sæti með 29 stig, jafnmörg stig og Fram í 6. sæti en Fram er með betri markatölu. Eyjamenn enda því í neðri hluta deildarinnar. Breiðablik er með 34 stig í 4. sæti. ÍA og Afturelding áttust einnig við í kvöld en það var ÍA sem lyfti sér af botninum með 3-1 sigri.
Leikur ÍBV og Aftureldingar fer fram sunnudaginn 21. september. 23. umferðin fer fram 21. og 22. september og er hægt að sjá hér að neðan hvaða lið mætast.
Víkingur R. – Fram
Valur – Breiðablik
Stjarnan – FH
Vestri – ÍA
ÍBV – Afturelding
KA – KR
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst