ÍBV vann fyrsta leikinn í slagnum við Stjörnuna í átta liða úrslitum Olísdeildar karla í handknattleik í Vestmannaeyjum í dag, 37:33. ÍBV leiddi frá upphafi og var með fjögurra marka forskot í fyrri hálfleik, 21:17.
Næsti leikur er í TM-höllinni í Garðabæ á mánudagskvöld klukkan 18.00.
Mörk ÍBV: Rúnar Kárason 8, Kári Kristján Kristjánsson 8/7, Arnór Viðarsson 7, Sigtryggur Daði Rúnarsson 3, Janus Dam Djurhuus 3, Theodór Sigurbjörnsson 3, Nökkvi Snær Óðinsson 2, Dagur Arnarsson 1, Ísak Rafnsson 1, Sveinn Jose Rivera 1.
Varin skot: Pavel Miskevich 11/1, 37,9% – Petar Jokanovic 3/1, 16,7%.
Af handbolti.is
Mynd Sigfús Gunnar.
Sigri fagnað í leikslok.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst